Ættin

Guðbrandur Guðbrandsson eldri, bóndi og hreppstjóri í Veiðileysu og kona hans Kristín Magnúsdóttir.

Guðbrandur fæddist 8. ágúst 1853 í Kjós, sonur hjónanna Guðbrandar Jónssonar og Margrétar Magnúsdóttur.

Guðbrandur kvæntist Kristínu Magnúsdóttur, f. 4. nóvember 1850, dóttur hjónanna Magnúsar Magnússonar og Ólafar Andrésdóttur.

Guðbrandur og Kristín byrjuðu búskap í Kolbeinsvík 1877 og síðan í Byrgisvík. (Jón Guðnason 1955, bls. 446) Árið 1902 taka þau hjónin þjóðjörðina Veiðileysu á leigu af Ríkinu og flytja þangað það sama ár frá Birgisvík með börn og bústofn.
Þann 2. ágúst 1909 kaupir Guðbrandur jörðina Veiðileysu, sem er 8,4 hundruð að fornu mati, með eitt kúgildi. Kaupverðið er 950,00 krónur og seljandi er Ríkisjóður Íslands og greiðir Guðbrandur 100,00 kr. út, en seljandi lánar honum 850,00 krónur. (ÍS)

Áatal Guðbrandar
Áatal Kristínar

Þau hjónin eignuðust 8 börn. Auk þeirra eignaðist Guðbrandur son fyrir utan hjónaband. 

Niðjar þeirra (með mökum) eru maí 2001: 1406

Börn Guðbrandar og Kristínar
Una Guðbrandsdóttir
Guðmundur Guðbrandsson
Guðbrandur Guðbrandsson
Sveinbjörn Guðbrandsson
Sæmundur Guðbrandsson
Margrét Ólöf Guðbrandsdóttir
Þorlákur Guðbrandsson
Guðbrandína Guðbrandsdóttir

Sonur Guðbrandar og Pálínu
Ingi Guðmundur Guðbrandsson

Til baka á aðalsíðu